Enn einn föstudagur

Jæja, þá erum við mættar enn einn föstudaginn í tölvutíma. Þetta verður örugglega dásamlegur dagur. Ég efast ekki um það. Það er alltaf svo gaman að vera með ykkur. Nú er ég alveg óákveðin hvað ég ætla að gera um helgina. Vonandi verður það eitthvað skemmtilegt.

hugleiðingar

Jæja þá er ég sest við bloggið einu sinni enn. Ég gef mér nú ekki oft tíma til þess. Mikið er ég fegin að þau eru yfirstaðin þessi próf bæði í LOLinu og Hjúkrunarfræðinni. Nú verður hægt að snúa sér að öðru um þessa helgi. Ég er að hugsa um að vinna í bæklingnum í tölvunni. Ég er byrjuð á honum. Hann er um húsdýrin. Mig langaði að gera um eitthvað allt annað en það sem viðkemur hjúkrun. Aðeins að hvíla mig á því. Ég settist niður við tölvuna um síðustu helgi og fór að spá í þetta verkefni. Mér fannst það svo skemmtilegt að ég gleymdi mér alveg.

Það er skrítið að setjast niður og skrifa eitthvað sem maður veit að kemur fyrir almannasjónir. En þetta hlýtur að venjast.


Komin heim

Jæja þá er kominn föstudagur einu sinni enn. Tíminn alveg flýgur áfram. Við verðum útskrifaðar úr skólanum áður en við vitum af. Ég sit hérna við tölvuna og er bara að sluxa, nenni ekki að gera neitt nema njóta þess að vera ein heima og slappa af. Jæja skólastelpur hvernin hafið þið það annars?

áframhaldandi blogg

Þetta er nú miklum erfiðleikum háð. Vonandi er ég að tæma hugann um leið og þessi ringulreið ríkir þar. Verðum við ekki alveg tilbúnar í LOL próf eftir smá stund?

Fyrsta bloggið

Ég er að gera fyrsta bloggið mitt. Mér reynist mjög erfitt að finna einhverja mynd á forsíðuna mína. Það er spurning hvers vegna þetta er svona erfitt hjá mér. Ég er eitthvað utan við mig í dag. Ætli það sé ekki bara af því að það er föstudagur og ég er alltaf að reyna að læra eitthvað nýtt hérna í skólanum.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband