5.10.2006 | 16:51
hugleiðingar
Jæja þá er ég sest við bloggið einu sinni enn. Ég gef mér nú ekki oft tíma til þess. Mikið er ég fegin að þau eru yfirstaðin þessi próf bæði í LOLinu og Hjúkrunarfræðinni. Nú verður hægt að snúa sér að öðru um þessa helgi. Ég er að hugsa um að vinna í bæklingnum í tölvunni. Ég er byrjuð á honum. Hann er um húsdýrin. Mig langaði að gera um eitthvað allt annað en það sem viðkemur hjúkrun. Aðeins að hvíla mig á því. Ég settist niður við tölvuna um síðustu helgi og fór að spá í þetta verkefni. Mér fannst það svo skemmtilegt að ég gleymdi mér alveg.
Það er skrítið að setjast niður og skrifa eitthvað sem maður veit að kemur fyrir almannasjónir. En þetta hlýtur að venjast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.