Alveg búin að gleyma mér.

Jæja ég var víst alveg búin að gleyma mér. ég hef ekki bloggað frá því 9. oktober. Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða. Hugsið ykkur það er kominn 19. oktober. Mér fannst bara vera svona þrír dagar frá því ég bloggaði síðast. En svona er það bara. Þeir eru víst 10. Nú ætla ég að fara að gera verkefnið mitt í tölvunni sem ég á að gera fyrir morgundaginn svo ég geti haldið áfram með heimasíðuna mína. Haldið þið ekki að það sé kominn tími til að fara að hugsa fyrir því hvað við getum gert skemmtilegt saman þegar við útskrifumst. Hvernin væri að stefna að því að fara á jólahlaðborð þar sem einhver skemmtun er. Það væri rosalega gaman. Það er spurning hvort ekki þurfi að panta borð. Það er svo vinsælt að fara á jólahlaðborðin.

Jæja klukkan er orðin hálf tíu og ég hef ekki enn komist í að læra. Sjáumst á morgun í skólanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug G.Þórarinsdóttir

Sæl Dóra min,

takk fyrir innlitið hjá mér og mér finnst þetta ekki svo galin hugmynd að halda eitthvað smá upp á útskriftina þó ekki væri nema aðeins að reka inn nefið á kaffihús eftir síðasta prófið eins og í vor. kv. Silla

Sigurlaug G.Þórarinsdóttir, 19.10.2006 kl. 23:04

2 identicon

Þetta er ekkert smá fyndið Halldóra…ég á Google að leita að öldrunarbreytingum í hjarta og þá kemur upp síðan þín...mín bara orðin fræg.
Ragnheiður

Ragnheiður Steinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband