Lokaritgerðir

Jæja þá er verið að leggja lokahöndina á lokaverkefnið í hjúlkrunaarfræði, kennslufræði og tölvu. Þetta er búið að vera mjög mikil vinna og við höfum haft bæði gagn og gaman af því. Einnig erum við að undirbúa okkur undir að flytja verkefnið og ekki má gleyma að við erum að fara að flytja verkefnið í LOLinu um hjartað. Þetta gerist hvort tveggja í þessari viku, miðvikudag og fimmtudag. Það er brjálað að gera þessa síðustu daga.

Enginn tími.

Nú er maður hættur að gefa sér tíma til að blogga það er svo mikið að gera í að læra að setja upp vefsíðu fyrir lokaverkefnið. Svo erum við líka á fullu að útbúa glærur fyrir verkefnið okkar um þunglyndi hjá henni Elínu. Þetta er nú allt mjög gaman þó það vaxi manni  í augum. Allt gengur þetta upp á endanum. Nú er ég að sjóða saman eitthvað um innri fegurð, en hún skiptir mjög miklu máli að mínu mati. Hvað finnst ykkur?InLove

Mætt í skólann

Jæja, þá er ég mætt í skólann einu sinni enn . Í tölvutíma. Þá er að fara að gera jólabæklinginn sem byrjað var á í síðasta tíma. Hvað skyldi maður nú eiga að gera á eftir því. Maður spyr sig.

Ritgerða, ritgerða, ritgerðagerð.

Jæja er maður að verða brjálaður af ritgerðagerð. Það fara allir dagar í það. Ég hætti reyndar kl 17.00 í dag að gera ritger og fór að bera út blöð með henni dóttur minni. Ég var að því frá kl 17- 21 í grenjandi rigningu. Við vorum orðnar svo holdblautar að það hefði mátt vinda okkur. Við erum báðar búnar að fara í bað og ætlum nú að fara að leggja okkur.

Komin heim

Jæja þá er ég komin heim úr Borgarnesi. Búin að vera þar séðan á föstudaginn. Það var LH þing og Siggi er þar fulltrúi, en ég fór með sem maki. Það er búið að vera alveg frábært þarna. Við Sörlafélagar vorum 18. 9 fulltrúar. Á laugardaginn var farið í makaferð. Við fórum á Landnámssetrið. Það var fyrst farið í rútuferðir á landnámsslóðir. Kjartann Ragnarsson, leikari lýsti þessu öllu. Við gistum á Hótel Hamri. Það er mjög gott hótel. Á laugardagskvöldið var svo ball á Hótel Borgarnesi. Við vorum bara á ballinu til kl. 1.30. En þegar við komum á hótel Hamar var sungið þar til kl. að ganga fjögur. Ég er nú svolítið framlá í dag, en er sest fyrir framan tölvuna að reyna að læra eitthvað. Spurning hvað ég duga.

Jæja vefsíðugerð með öllu.

Blogga það er eitt. Er þá ekki bara komið að því að maður fari að gera vefsíðu. Jæja Hinni minn og Beta  skyldi hún verða jafn flott og hjá ykkur? Maður bara spyr sig. Það er aldrei að vita krakkar mínir hverju mamman tekur uppá svona á bestu árum ævinnar, eða þannig.Svalur Spurning hvað verður næst. Fylgist bara með á síðunni. Gráðugur

Fimmtudagskvöld.

Jæja best að taka sér smápásu frá LOL próflestrinum. Ég held að ég fari að skjóta rótum á eldhússtólnum ef ég tek mér ekki pásu. Annars ætti maður nú bara að fara að sofa. Það verður gott að komast í helgarfrí. Ég ætla að slappa alveg af um helgina og ekkert að hugsa um lærdóm, nema ef ég kláraði sálfræðiverkefnið mitt. Það væri ágætt. Já nú eru flest börnin mín búin að skrifa í gestabókina og eru þau öll jafnhissa á því að ég sé farin að blogga. Það er ekkert skrítið. Þau hafa ekki kynnst þessari hlið á mér. Kominn tími til að þau kynnist henni þá.Tala af sér  Ég er orðin mjög spennt að fara til Svíþjóðar í janúar, en þangað ætla ég að fara og heimsækja litlu fjölskylduna mína þar, og taka á móti nýju barnabarni. Það verður frábært. Það er nú alltaf skrítið að geta ekki bara hitt krakkana þegar manni dettur í hug. Skömmustulegur  Jæja ég verð að drífa mig. Annar verður víst að komast í tölvuna. Svona er það þegar bara ein talva er á heimilinu.

Alveg búin að gleyma mér.

Jæja ég var víst alveg búin að gleyma mér. ég hef ekki bloggað frá því 9. oktober. Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða. Hugsið ykkur það er kominn 19. oktober. Mér fannst bara vera svona þrír dagar frá því ég bloggaði síðast. En svona er það bara. Þeir eru víst 10. Nú ætla ég að fara að gera verkefnið mitt í tölvunni sem ég á að gera fyrir morgundaginn svo ég geti haldið áfram með heimasíðuna mína. Haldið þið ekki að það sé kominn tími til að fara að hugsa fyrir því hvað við getum gert skemmtilegt saman þegar við útskrifumst. Hvernin væri að stefna að því að fara á jólahlaðborð þar sem einhver skemmtun er. Það væri rosalega gaman. Það er spurning hvort ekki þurfi að panta borð. Það er svo vinsælt að fara á jólahlaðborðin.

Jæja klukkan er orðin hálf tíu og ég hef ekki enn komist í að læra. Sjáumst á morgun í skólanum.


vetrarfrí.

Jæja, þá er maður kominn í langþráð frí. En í rauninni verður það ekkert frí, því það eru svo mörg verkefni sem bíða eftir að verða kláruð. Fyrst ætla ég að hella mér í að klára tölvuverkefnið. Eða reyndar bara byrja á því. Ég taldi mig vera búna með það að mestu leyti, en svo þegar ég fór að spá betur í var það alveg kolómögulegt að mörgu leiti. Þá er bara best að byrja alveg aftur frá byrjun, heldur en að vera að hjakka alltaf í sama farinu. En það á alveg eftir að koma í ljós hvernin mér tekst til með þetta allt. Við Ragnheiður, Linda og ég ætlum að hella okkur í að klára LOLverkefnið okkar um helgina og svo er það sálfræðiverkefnið. Ég er búin að taka viðtalið, en þegar það líður langur tími sem maður vinnur ekki í ákveðnu verkefni er svo erfitt að koma sér af stað aftur. En vonan á þetta allt eftir að ganga upp hjá mér.

Hugsa sér hvað kennararnir eiga það gott sem eru að fara til útlanda. Við ættum nú að reyna að gera eitthvað saman einhverja helgina. Það væri gaman að hittast einhvers staðar og eiga góða kvöldstund saman.

Jæja best að fara að snúa sér að tölvuverkefninu. Ég þarf að fara í innhverfa íhugun og athuga hvort þar finnist ekki eitthvað til að skrifa um.


Á kafi í ritgerðarsmíði

Ég er bara að láta vita að ég er alveg á kafi í ritgerðarsmíði um hjártað. Ég er að gera um öldrunarbreytingar í hjarta og kransæðastíflu. Ég er búin að vera á netinu að leita að efni og nú ætla ég að fara á bókasafnið að finna einhverjar bækur um þetta efni. þeir hljóta að eiga eitthvað. Síðan ætla ég að fara í tölvuverkefnið mitt og breyta því öllu. Ég er búin að sjá að það var alveg kolvitlaust gert. Allt of mikið af myndum á því. Eins og ég var ánægð með það. En svona er þetta nú bara. Maður sekkur sér stundum oní eitthvað sem maður hefur gaman af´og út úr því verður tóm vitleisa. En þetta verður allt lagað. Tekur bara tíma.

Jæja best að drífa sig á bókasafnið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband